Ákveðið hefur verið að Herjólfur fari frá Eyjum klukkan 15:30, eins og gert er þegar siglt er til Þorlákshafnar. Hins vegar er ölduhæð að lækka við Landeyjahöfn og í tilkynningu frá Eimskip, kemur fram að ef aðstæður verði orðnar nógu góðar í Landeyjahöfn við brottför skipsins, verður siglt þangað. Að öðrum kosti verður siglt til Þorlákshafnar eins og gert var í morgun.