Lokatölur úr Alþingiskosningunum í Suðurkjördæmi lágu fyrir um klukkan sex í morgun. Úrslitin voru þau að Framsóknarflokkurinn fékk 9.262 atkvæði eða 34,5%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 7.594, eða 28,3%, Samfylkingin fékk 2.734, eða 10,2%, Vinstri grænir 1.581 atkvæði eða 5,9%, Píratar 1.268 atkvæði eða 4,7% og Björt framtíð 1.202 atkvæði eða 4,5%. Framsóknarflokkurinn fær fjóra þingmenn, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkinginn einn og uppbótarþingmaðurinn kemur úr röðum Bjartrar framtíðar.