Karlalið ÍBV lék síðasta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil þegar liðið mætti Víkingi Reykjavík á SS-vellinum á Hvolsvelli. Aðstæður voru ekkert sérlega sumarlegar þegar liðin áttust við, kuldi og rok en það voru Víkingar, sem spila í 1. deild, sem höfðu betur 2:1. Víkingar komust í 2:0 áður en Kjartan Guðjónsson minnkaði muninn fyrir ÍBV.