Enginn þingmaður af þeim tíu sem taka sæti á Alþingi úr Suðurkjördæmi, er búsettur í Vestmannaeyjum. Sam­kvæmt því sem næst verður komist er þetta aðeins í annað sinn í sögu Alþingis sem það gerist. Af tíu þingmönnum í Suður­kjör­dæmi, koma sjö frá ­Reykja­nesi. ­Enginn þingmaður er úr austurhluta kjördæmisins og enginn frá Vest­manna­eyjum. Þingmanna­hópurinn er því allur búsettur í vestur­hluta kjör­dæmisins ef undan er skilin Unnur Brá Konráðsdóttir úr Rangárþingi eystra.