Karlaliði ÍBV er spáð 7. sæti og kvennaliðinu 5. sæti í árlegri spá forráðamanna liðanna í Pepsídeildum karla og kvenna. Spáin var gerð opinber á kynningarfundi deildanna í dag. FH er spáð sigri í Íslandsmótinu í Pepsídeild karla en Stjörnunni í Pepsídeild kvenna. Þess má geta að bæði Fótbolti.net og 433.is spáðu ÍBV 7. sæti og íþróttadeild 365 miðla spáði ÍBV 9. sæti. Spár forráðamannanna má sjá hér að neðan: