„Það er því miður þannig að Siglingastofnun hefur ákveðið að banna siglingar á RIB farþegabátum nema farþegar séu íklæddir neyðarbjörgunarbúning, en tekið skal fram að allir okkar farþegar fara í vinnuflotgalla og björgunarvesti. Ástæðan fyrir þessari breytingu er Norðurlandaregla sem eingöngu er notuð í Noregi og ekki, þegar við létum kanna málið fyrir okkur.“ Þetta skrifa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Rib Safari á facebook síðu sína en fyrirtækið hefur gert út slöngubáta og siglt með ferðamenn í kringum Vestmannaeyjar, við miklar vindældir.