Ágætur stuðningsmaður ÍBV sendi ritstjórn Eyjafrétta línu. Stuðningsmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið en bað um að eftirfarandi hvatning til annarra stuðningsmanna myndi birtast hér á síðunni.
Nú loksins er fótboltasumarið hafið. Það ætti að vera keppikefli okkar stuðningsmanna ÍBV að viðhalda því að Hásteinsvöllur sé einn erfiðasti útivöllur í Pepsi deildum. Því er það mér undrunarefni að ekki skuli heyrast meira í áhorfendum á heimaleikjum ÍBV. Það er að mínu mati skammarlegt að fámennur stuðningsmannahópur aðkomuliðs sé háværari en áhangendur ÍBV á Hásteinsvelli.