Ein stærsta frétt knattspyrnuársins var staðfest í morgun en Alex Ferguson, einn farsælasti knattspyrnustjóri sögunnar, hefur ákveðið að hætta með Manchester United. Fjölmargir eru orðaðir við stöðuna en þeirra helstur þessa stundina er David Moyes, sem hefur verið framkvæmdastjóri Everton síðan 2002. Ekki skemmir heldur fyrir að Moyes æfði og spilaði með Knattpyrnufélaginu Tý seint á áttunda áratug síðustu aldar.