Lokahóf HSÍ fór fram í gærkvöldi í Reykjavík. Fjölmörg verðlaun voru veitt á hófinu en ÍBV fékk nokkur verðlaun. T.d. fékk ÍBV svokallaðan unglingabikar HSÍ, sem er veittur því félagi sem þykir standa sig vel í þjálfun ungmenna. Þá fékk Guðbjörg Guðmannsdóttir Háttvísisverðlaun og Florentina var valin besti makrvörðurinn. Það vekur hins vegar athygli að ekki var laust pláss fyrir besta markmanninn í úrvalsliði N1 deildar kvenna.