Stuðningsmenn ÍBV hafa ákveðið að hita upp fyrir leikinn gegn Breiðabliki í dag með því að hittast á veitingastaðnum 900 grillhúsi, við Vestmannabraut. Hólmgeir Austfjörð, eigandi staðarins verður með sérstakt tilboð fyrir gull, silfur og brons korthafa ÍBV. „Eftir hittinginn á 900 er svo ætluninn að labba saman á völlinn og sitja saman í stúkunni og skapa þannig réttu stemninguna í stúkunni sem þarf til þess að styðja strákana okkar til sigurs! Auðvitað er svo æskilegt að menn mæti í hvítu, helst ÍBV búning ef hann er til staðar,“ segir á stuðningsmannasíðu knattspyrnuliðs ÍBV, Eyjamenn.com.