Samkvæmt heimildum Handbolta.org er Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar. Í hennar stað mun Eyjakonan Dröfn Haraldsdóttir koma. Sindri Ólafsson, formaður ÍBV staðfesti þetta við Handbolti.org í hádeginu. Að hans sögn var Florentina ekki sátt með þann samning sem ÍBV bauð henni og mun að öllum líkindum leita á önnur mið. Florentina er samningslaus við ÍBV en hún hefur, samkvæmt handbolti.org, tekið stefnuna á að flytja til Rúmeníu, þar sem hún er fædd og uppalin.