Eins og áður hefur komið fram, lagði ÍBV Breiðablik að velli í gær 4:1. Stemmningin á Hásteinsvelli hefur sjaldan verið jafn góð og í gær og tóku áhorfendur virkan þátt í leiknum. Í annað sinn mættu yfir eitt þúsund manns á Hásteinsvöll en áhorfendur í gær voru 1112 talsins og 1055 í leiknum gegn ÍA. Þetta er aðeins í annað sinn á seinni tímum sem svo margir mæta á tvo leiki í röð á Hásteinsvelli.