H-Eyjar ehf. stendur að byggingu Hótels Heimaeyjar og fara þeir Guðbjarni Eggertsson, héraðsdómslögmaður og Einar Valdimarsson, viðskiptafræðingur fyrir félaginu. Guðbjarni segir að allur undirbúningur fyrir byggingu hótels sé afstaðinn og ekkert sé að vanbúnaði að hefjast handa við framkvæmdir. „Framkvæmdir geta hafist strax og lóðinni hefur verið úthlutað, en þessi skoðanakönnun er hluti af því ferli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í sumar og hótelið yrði síðan tekið í notkun í júní á næsta ári,“ segir hann.