Fyrsta stigamótið í Íslandsmótinu í torfæru fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Keppnin fór fram í gömlu sorpgryfjunni, vestan við Urðarvita en fjölmargir áhorfendur fylgdust með tilþrifum kappanna. Einn Eyjamaður tók þátt í mótinu, Magnús Sigurðsson. Eyjafréttir höfðu samband við Magnús Sigurðsson sem sagði að keppninn hefði verið vel heppnuð og gengið mjög hratt fyrir sig.