Nú rétt í þessu var að ljúka bikardrætti í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Dregið var í 32ja liða úrslitum en úrvalsdeildarliðin voru öll í hattinum. ÍBV mætir 1. deildarliði Þróttar Reykjavík á heimavelli Þróttara í Laugardalnum en áætlað er að leikir í 32ja liða úrstlitum fari fram miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. maí.