KR lagði ÍBV í dag 0-2. KR-ingar voru mun skipulagðari í leik sínum og uppskeru þeir sigur með tveim mörkum þeirra Baldurs Sigurðssonar og Jónasar Guðna Sævarssonar. Þar með tapaði ÍBV sínum fyrsta leik í sumar en fram að þessu höfðu Eyjamenn unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.