Hinn Nýdanski Björn Jörundur Friðbjörnsson semur Þjóðhátíðarlagið í ár en upptökum á laginu er lokið. Þetta kemur fram á Vísi.is en Björn segir lagið ekta fínt Þjóðhátíðarlag. „Ég vandaði mig sem mest ég mátti og ég veit að það tókst vel,“ sagði Björn í samtali við Vísi en hann mun frumflytja lagið í Herjólfsdal á föstudegi hátíðarinnar eins og venja er. „Ég á eftir að sjá hverjir geta spilað lagið með mér. Kannski Stuðmenn.“