Svarbox Herjólfs er samskiptahugbúnaður sem gerir viðskiptavinum Herjólfs kleift að nálgast upplýsingar um þjónustu og netbókanir. Svarboxið virkar þannig að viðskiptavinir fara inn á heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is og smella þar á flipa sem heitir Svarbox Herjólfs. Þannig kemst viðkomandi í samband við þjónustufulltrúa Herjólfs í gegnum netið og getur fengið upplýsingar, sem annars þyrfti að fá í gegnum síma.