Kvennalið ÍBV tekur á móti Þrótti á Hásteinsvelli í dag klukkan 18:00. ÍBV hefur farið ágætlega af stað í Íslandsmótinu en þegar þremur leikjum er lokið, hefur ÍBV unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum. Það er ágætt í ljósi þess að tapleikurinn var gegn Stjörnunni á útivelli og jafnteflið gegn Val á útivelli en flestir eru á því að Valur og Stjarnan séu tvö bestu lið deildarinnar í dag.