Enski miðjumaðurinn Bradley Simmonds er tekinn tali á vef Sky Sports í Englandi. Þar er hann m.a. spurður út í komu sína til Íslands en hann fékk sitt fótboltauppeldi hjá QPR. „Ég naut þess að þroskast sem leikmaður hjá QPR en ég sé ekki eftir því að fara þaðan. Fótboltinn í Englandi er kannski aðeins hraðari en það eru mjög góðir leikmenn hér sem kunna ýmislegt fyrir sér,“ segir Simmonds meðal annars í viðtalinu.