Í upphafi haustannar 2012 gerði handboltaráð tilraun með svokallaðan akademíusamning. Samningurinn virkar þannig að ÍBV greiðir allt skólanám leik – og námsmanna standi þeir reglur akademíunar. Þarna er um töluverða fjármuni að ræða sem er verið að leggja beint í ungviðinn okkar. Árangurinn lætur ekki á sér standa og greinilegt að rétt skref hefur verið stigið í þessari fjárfestingu á krökkunum.