KFS lék sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tók á móti Álftanesi á Týsvellinum. Liðin leika í A-riðli 4. deildar, sem er ný deild í Íslandsmótinu eftir breytingu sem gerð var á mótinu eftir síðasta tímabil. KFS tapaði fyrsta leik sumarsins, á útivelli gegn KFG 5:1 en Eyjamenn náðu að innbyrða sigur í gær og unnu 2:0.