Í dag klukkan 18:00 sækir ÍBV Selfoss heim í Pepsídeild kvenna. Bæði lið eru með sjö stig eftir fjórar umferðir og eðli málsins samkvæmt hafa bæði lið unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Selfoss lagði Þrótt og FH í fyrstu tveimur leikjum sínum, sem báðir fóru fram á útivelli, gerði svo jafntefli við Aftureldingu á heimavelli en steinlá gegn Breiðabliki í Kópavogi 4:1.