Eyjamenn sækja Þrótt heim í 32ja liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli í Laugardalnum. Þróttarar hafa ekki farið vel af stað í sumar, hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í 1. deildinni og eru neðstir. Þróttarar hafa reyndar tapað öllum leikjunum með minnsta mun, 2:1 og eru með markatöluna 3:6 eftir þrjár umferðir.