Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins. Að sögn Hjartar verður vefmiðillinn með alls kyns fréttir af sjónum og landvinnslunni og fylgist náið með allri þróun, tækni og tækjabúnaðar, er tengjast vinnslu og veiðum.