Enn er ófært í Landeyjahöfn og búið er að fella niður aðra ferð skipsins í dag. Fyrsta ferð var einnig felld niður en ölduhæð á bakkafjörudufli var 3,4 metrar klukkan 11 og hefur hækkað jafnt og þétt í morgun. SKipið átti að fara frá Eyjum 11:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00. Athugun fyrir síðdegisferðina er klukkan 16:00.