Mikil óánægja var meðal Eyjamanna að Herjólfur hafi ekki siglt til Þorlákshafnar á þriðjudag, þegar ófært var í Landeyjahöfn. Engin ferð var farin þann dag og auk þess var ófært með flugi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fór fram á það við Vegagerðina að farið yrði tafarlaust yfir málið. „Að ósk minni hefur Hreinn Haraldsson, Vegamálastjóri nú ákveðið að Vegagerðin muni tafarlaust fara yfir verklagsreglur með Eimskip varðandi siglingar til Þorlákshafnar þegar ófært er í Landeyjahöfn að sumarlagi,“ sagði Elliði.