Tonny Mawejje leikmaður ÍBV tryggði Úganda sigur gegn Líberíu þegar þjóðirnar áttust við í undankeppni HM í knattspyrnu í Kampala í Úganda í dag. Mawejje skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu leiksins. Úgandamenn eru jafnir Senegölum í efsta sæti riðilsins en liðin hafa 5 stig. Líbería er með 4 og Angóla 3.