Eyjastelpurnar Ásta Björt Júlíusdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Sirrý Rúnarsdóttir og Þóra Guðný Arnardóttir hafa verið valdar í íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Alls voru valdir 31 leikmaður en æfingarnar fara fram í Vestmannaeyjum dagana 19. til 21. júlí. Þjálfarar liðsins eru þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson, sem á dögunum var ráðinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV.