Pæjumót TM og ÍBV hefst á morgun, fimmtudag en þátttakendur streyma nú til Vestmannaeyja. Mótið er fyrir leikmenn í 5. flokki kvenna og eins og fram kom í Eyjafréttum í síðustu viku, þá er mótið í ár talsvert stærra en í fyrra. Einar Friðþjófsson, mótsstjóri sagði að í ár verði liðin 75 en voru 60 í fyrra. Mótinu lýkur svo um miðjan dag á laugardag.