Sigurlás Þorleifsson, aðstoðarskólastjóri hefur verið ráðinn skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja. Sigurlás hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra skólans undanfarin ár en það var Capacent sem hafið umsjón með ráðningunni. „Eftir yfirferð, viðtöl og prófanir mælir Capacent með því að Sigurlás Þorleifsson verði ráðinn skólastjóri,“ segir í fundargerð bæjarráðs sem staðfesti ákvað Sigurlásar á fundi sínum í hádeginu.