Karlalið ÍBV mætir BÍ/Bolungarvík í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram á Torfnesvegi á Ísafirði og hefst klukkan 18:00, svona ef einhverjir vilja skella sér á völlinn. Liðin mættust í Deildarbikarnum í vetur og þá hafði ÍBV betur, 1:0 en markið gerði Aaron Spear.