Pæjumótið kláraðist í dag. Mótinu var slitið á lokahófi í íþróttamiðstöðinni af Írisi Róbertsdóttur, varaformanni ÍBV. Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, ásamt því að prúðasta liðið og efnilegasti leikmaðurinn var valin. Það var ein nýjung þetta árið, en haldin var myndakeppnni á milli liða og sigurvegari hennar var krýndur í upphafi lokahófs. Lið ÍBV sigraði keppnina og fékk vegleg verðlaun, út að borða og miða í bíó fyrir allan hópinn.