Fyrir Alþingi liggja tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á uppsjávarveiðar hækkar en lækkar á bolfiskveiðar. Samkvæmt núgildandi lögum um sérstakt veiðigjald hefði Vinnslustöðin átt að greiða 850.966 milljónir króna árið 2013 en með væntanlegum lögum verður sú upphæð 820.365 milljónir. Ísfélag Vestmannaeyja hefði átt að greiða samkvæmt eldri lögum 1.051.563 milljónir króna í veiðigjald en sú upphæð hækkar í 1.257.559 milljónir samkvæmt væntanlegum lögum.