Simona Vintila mun ekki leika með kvennaliði ÍBV í handbolta næsta vetur. Hún mun snúa aftur heim til Rúmeníu og leika með sínu gamla félagi á næsta tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Þá liggur einnig fyrir að Florentina Stanciu muni ekki leika með ÍBV næsta vetur en hún mun leika með Stjörnunni næsta vetur. Þetta er mikil blóðtaka fyrir lið ÍBV, enda voru þær Simona og Florentina lykilmenn í liði ÍBV.