„Klettar, hraun og sjórinn gerir völlinn þann stórkostlegasta sem ég hef spilað,“ er haft eftir hinni bandarísku Kimber Bilby á vef Reuters um golfvöllinn í Vestmannaeyjum. Þar skrifar blaðamaðurinn Paul Ingrassia um íslenskt golf og kemur auðvitað sérstaklega inn á golfvöllinn í Vestmannaeyjum.