Á morgun, sunnudaginn 23. júní kl. 15-16 er þess minnst að á árinu er rétt öld liðin frá því Árni Guðmundsson, er jafnan var þekktur sem Árni úr Eyjum, fæddist. Af því tilefni bjóðum við til veislu í Safnahúsinu, nánar tiltekið á bryggjunni í Byggðasafni, Sagnheimum. Hafsteinn Guðfinnsson mun spjalla um Árna ásamt því að flytja nokkrar af þeim fjölmörgu perlum sem Oddgeir Kristjánsson samdi við ljóð Árna.