Klukkan 11:00 í dag verður dregið í undankeppni Evrópudeildarinnar. ÍBV er í pottinum fyrir fyrstu umferðina en þetta er þriðja árið í röð sem Eyjamenn taka þátt í keppninni. Síðustu tvö ár hefur liðið hins vegar tapað fyrir írska liðinu Saint Patrick’s. ÍBV er í neðri styrkleikaflokki en dregið verður í höfuðstöðvum Evrópska knattspyrnusambandsins í Nyon.