Eitt af helstu kennileitum eldgossins í Vestmannaeyjum, rústir hússins Blátindur, hrundi endanlega í gærkvöldi. Húsið lá að mestu undir hrauni en hluti af framhlið hússins stóð nokkuð heillegt út úr hrauninu. Það er kannski táknrænt að húsið skuli hrynja í ár, þegar 40 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey en húsið fór undir hraun í apríl 1973.