Eins og fram hefur komið var dregið í fyrstu tvær umferðir forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í dag. Ef ÍBV kemst í 2. umferð, mætir liðið hinu fornfræga félagi Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Serbneskir stuðningsmenn hafa komið sínum skilaboðum á framfæri á facebooksíðu ÍBV undanfarnar mínútur, hafa póstað fjölda myndbanda og hafa ítrekað boðið Eyjamenn velkomna til helvítis. Sjón er sögu ríkari en nokkur myndbönd má sjá hér að neðan.