Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið án þess þó að um hafi verið að ræða alvarleg mál sem komu til kasta lögreglu. Skemmtanahaldið fór fram með ágætum en eitthvað var þó um að kvartað væri yfir hávaða frá heimahúsum. Aðfaranótt 22. júní sl. var lögreglu tilkynnt um nytjastulda á bifreið sem stóð við Foldahraun. Fljótlega bárust böndin að tveimur 17 ára drengjum sem reyndar hafa ekki réttindi til aksturs bifreiða.