Á dögunum fór fram hið árlega Ufsaskallamótið í golfi. Þetta er í fimmta sinn sem Ufsaskalli er haldinn en mótið er góðgerðarmót, þar sem ágóðinn rennur í gott málefni í Vestamannaeyjum. Ufsaskallinn sjálfur, Valtýr Auðbergsson hefur staðið að mótinu öll fimm árin en hann sagði í samtali við Eyjafréttir að alls hafi safnast um hálf milljón.