Á Goslokahátíðinni verður heimildarmyndin Útlendingur heima – uppgjör við eldgos frumsýnd í Bæjarleikhúsinu en myndina framleiða þau Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson. Upptökur hafa staðið yfir síðustu mánuði og verður myndin jafnframt sýnd á RÚV sunnudagskvöldið 7. júlí klukkan 19:40. Meðal annars voru tekin skot við rústir hússins Blátind en rústirnar hrundu svo skömmu eftir að upptökum lauk. Hægt er að sjá kynningarstiklu myndarinnar hér að neðan.