Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum umsögn Vestmannaeyjabæjar um frumvarp um veiðigjöld. Bæjarráð fagnar leiðréttingu á þeim hluta gjaldsins sem snýr að bolfiski en harmar aukningu gjaldsins sem snýr að uppsjávarveiðum. Í bókun bæjarráðs segir að sértækar álögur á Vestmannaeyjar séu nú þegar óhóflegar og samtals séu fluttar á ári 5692 milljónir vegna þessara gjalda og mætti smíða nýja Landeyjahöfn á 9 mánaða fresti fyrir þá upphæð. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti á réttmæti frumvarpsins og harmar um leið að ríkisstjórn hafi ekki gert slíkt hið sama. Bókun bæjarráðs má lesa hér að neðan.