Hægt er að sjá sýnishorn úr heimildarmynd Jóhönnu Ýr Jónsdóttur og Sighvatar Jónssonar, Útlendingur heima – uppgjör við eldgos hér að neðan. Í myndinni er fjallað um tilfinningar fólks sem upplifði eldgosið á Heimaey 1973. Jóhanna Ýr er sögumaður og leitar til fólks á hennar aldri, um hverju því finnst ósvarað um uppgjör fólks við gosið. Í framhaldi ber hún þau atriði undir kynslóðina sem gekk í gegnum náttúruhamfarirnar fyrir 40 árum.