Kvennalið ÍBV tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs/KA á Hásteinsvelli klukkan 18:00 í dag. Liðin náðu sögulegum árangri síðasta sumar, urðu í tveimur efstu sætunum en langt er síðan tvö landsbyggðarfélög gerðu það í efstu deild á Íslandi. Gengi Íslandsmeistaranna hefur ekki verið gott það sem af er sumars en liðið er í 6. sæti með 12 stig eftir átta umferðir.