Eyjafréttir koma út í kvöld, miðvikudagskvöld, heldur seinna en venjulega. Blaðið er óvenjustórt að þessu sinni, eða 52 blaðsíður og þar er Heimaeyjagosinu gerð sérstaklega góð skil, með fjölmörgum viðtölum við fólk sem upplifði gosið á mismunandi hátt. Margir ljósmyndarar koma við sögu og margar myndanna hafa aldrei fyrr komið fyrir almenningssjónir. Þá er gosumfjöllun dagblaðanna árið 1973 skoðuð. Blaðamenn Eyjafrétta hafa lengi unnið að þessu blaði Eyjafrétta og afraksturinn á eftir að vekja athygli.