Í dag klukkan 15:00 verður toppslagur í A-riðli 4. deildar karla þegar KFS tekur á móti KFG. Hið síðarnefnda lið er á toppi riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki en liðið hefur ekki tapað leik, gert eitt jafntefli en unnið sex leiki. Eyjamennirnir í KFS eru hins vegar í öðru sæti með 14 stig, hafa tapað tveimur en unnið fimm.