Flestir, ef ekki allir þeir sem sóttu tónleika Fjallabræðra og Lúðrasveitar Vestmannaeyja á föstudagskvöld, eru á einu máli um að tónleikarnir hafi verið stórkostlegir. Ljósmyndari Eyjafrétta var að sjálfsögðu á staðnum, myndaði það sem fyrir augu bar og tók upp nokkur myndbönd sem hægt er að sjá hér að neðan.