Lagning nýs rafstrengs til Vestmannaeyja er nú hafin. Að sögn Ingólfs Eyfells, verkefnastjóra hjá Landsneti hefur verkið reynst erfiðara en búist var við. Erfitt reyndist að koma strengnum á sjó út frá Landeyjum vegna hliðarstrauma og brims. Lagning strengsins yfir sjóinn hófst á hádegi í gær og tók næstum sólarhring að koma strengnum út á sjó. „Það kom nú í ljós í gær að þetta er á mörkum þess mögulega að koma strengnum á land þarna,“ sagði Ingólfur.